Ættarnafnið Richter

    Nafnið Richter er úr þýsku og þýðir nú á tímum dómari.

    Það er upprunnið í Þýskalandi og víðar í Evrópu þar sem þýska var töluð, en Þjóðverjar byrjuðu ekki að nota ættarnöfn fyrr en á 14. öld. Starfsheiti, staðarheiti eða viðurnefni urðu algengustu ættarnöfnin. Richter var notað yfir sáttasemjara, úrskurðaraðila, dómara og stundum þorpshöfðingja og var því virðingarheiti. Þessi embæti gengu stundum í erfðir.

    Þar sem Richter var upphaflega starfsheiti í fjölmörgum þorpum á miðöldum, hafa Richtersættirnar ekki verið neitt sérstaklega skyldar.

    Fyrri hluti orðsins "Richt-" er sennilega skylt orðum eins og richtig (réttur), richtung (stefna) og fleiri samstofna orðum í þýsku. Endingin "-er" í þýskum ættarnöfnum þýðir gjarna "sá sem". Hliðstæða í íslensku gæti t.d. verið "Rétt-ari" (sá sem réttar, þ.e. dómari).

    Fjölmargir aðrir rithættir en Richter hafa orðið til á undanförnum öldum. Þegar Richterar fluttust til landa þar sem þýska var ekki töluð, var nafnið oft stafsett eftir framburði og með rithætti viðkomandi lands. Þannig hafa orðið til mörg skyld og svipuð ættarnöfn. Dæmi um ættarnöfn sem líklega eru skyld Richter: Rechter, Rector, Reichter, Rickter, Ricter, Richters, Richtor, Rictor, Riechter, Rigter, Rigtes, Ritter, Rychtar og Rychtr. Sennilega mætti finna enn fleiri.