Uppruni íslensku Richtersættanna


Inngangur

Sigurður H. Richter


Enda þótt ættfræðin sé ekki alltaf örugg vísindi, þá getur hún verið fróðlegt og skemmtilegt sjónarhorn á söguna.


     Allir þeir er fyrir ætternis sakir bera nafnið Richter á Íslandi, svo og fjöldi annarra, eru komnir af Samúel Jakobssyni Richter beyki er kom til Íslands fyrir aldamótin 1800. Samkvæmt manntalinu 1801 var hann þá talinn 28 ára og átti því að vera fæddur 1772 eða 1773. Í manntalinu 1816 kemur fram að hann sé fæddur í Slangerup á Sjálandi í Danmörku. Munnmæli hermdu að hann hefði verið fæddur í Slangerup 1770 og að móðir hans hefði heitið Mette. Annað var ekki um uppruna hans vitað.
     Sumarið 1980 dvaldist ég um skeið í Danmörku og gafst þá tækifæri til að kanna þetta nánar. Leitaði ég einkum upplýsinga i kirkjubókum, manntölum og sagnfræðiritum. Síðan þá hefur sú þróun orðið að sífellt fleiri heimildir eru orðnar aðgengilegar, ekki hvað síst á netinu, og þessi þróun á eftir að halda áfram. Því má vænta að þessi texti taki einhverjum breytingum, eftir því sem fleiri og traustari upplýsingar bætast við.
     Við lestur textans er nauðsynlegt að hafa meðfylgjandi ættartöflu, t.d. útprentaða, til hliðsjónar.


Helstu heimildir

Grundtaxt i Roskilde fra 1682.
Roskilde Domkirkes kirkebøger.
Slangerup sogns kirkebøger.
Arne Sundbo: Frederikssunds og Købstaden Slangerups Historie, del I. Udgivet af Frederiksborg Amts Historiske Samfund, i kommission hos Gyldendalske Boghandel 1931: 416 bls.
Folketællinger 1787, 1801 og 1834.
Ásgeir Ásgeirsson: Saga Stykkishólms II. Miðstöð Vesturlands 1845-1893. Stykkishólmsbær 1997. 480 bls.
Bragi Straumfjörð Jósepsson: Stykkishólmsbók III. Mostraskegg, Reykjavík og Stykkishólmi 2003. 495 bls.
Þorsteinn Þorsteinsson: Magnús Ketilsson sýslumaður. Reykjavík, Fjelagsprentsmiðjan 1935: 263 bls.
Kirkjubækur Flateyjar- og Múlasóknar.
Sálnaregistur og fólkstal í Múlasókn.
Rentukammersskjöl.
Kirkjubók Helgafellssóknar.
Manntöl 1801, 1816, 1835, 1840, 1845 og 1850.
Íslendingabók. http://www.islendingabok.is